Það var 100 ára gamall skítur sem kom vísindamönnum á spor tegundarinnar. Hún hefur verið til í um 100 milljónir ára hið minnsta segir í niðurstöðum rannsóknar sem var birt í Zoological Research í síðustu viku. Eins og fyrr segir er tegundin í útrýmingarhættu en henni stafar aðallega hætta af veiðum og ágangi manna í heimkynnum hennar.
Fyrstu vísbendingarnar um tegundina fundust í bakherbergi London Natural History Museum þegar erfðarannsókn var gerð á 100 ára gömlum apaskít frá Myanmar. Breskir vísindamenn höfðu tekið skítinn með sér heim eftir rannsóknarleiðangur í landinu, sem hét þá Burma og var bresk nýlenda.
Fyrstu myndirnar af öpum þessarar tegundar náðust ekki fyrr en 2018.