fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Gamlir simpansar halda fast í bestu vini sína

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 20:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamlir simpansar vilja helst umgangast gamla og nána vini sína. Þetta virðist hafa mikil áhrif á yngri apa. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem hefur staðið yfir í 25 ár í Kibale þjóðgarðinum í Úganda.

Í aldarfjórðung hafa vísindamenn fylgst með hvernig líf simpansa er þegar þeir eldast. Fylgst var með þeim frá morgni til kvölds á hverjum degi og allt sem þeir gerðu skráð. Zarin Machanda og Alexandra Ross hafa nú rannsakað vináttubönd simpansanna út frá þessum gögnum. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Science. Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að eldri simpansar tengjast vinum sínum sterkum böndum. Þeir eru ekki eins félagslyndir og þeir eru á yngri árum en þeir leggja hins vegar mikla vinnu í vináttusambönd sín. Yngri simpansar virðast líta upp til þessara nánu vináttusambanda, eins og þeir vilji sjálfir eiga í svona góðum og nánum samböndum. En þeir vita ekki hvernig þeir eiga að mynda þau.

„Frá okkar sjónarhóli er það mjög áhugavert að eldri simpansarnir eru enn vinsælir þrátt fyrir að þeir séu ekki lengur í ráðandi stöðu í hópnum. Það höfðum við ekki séð áður,“ segir Zarin Machanda prófessor í fremdardýrafræði.

Eins og hjá okkur mönnunum þá ákveða simpansar sjálfir hverja þeir umgangast. Eins og hjá okkur þá vilja simpansar gjarnan halda fast í gamla vini og eru ekki svo æstir í að eignast nýja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Í gær

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni