fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Pressan

Ástralar verða að búa sig undir framtíð með miklum náttúruhamförum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 08:00

Frá gróðureldum í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu, sem fjallar um hina gríðarlegu gróðurelda sem herjuðu á Ástralíu sumarið 2019-2020, segir að Ástralar verði að gera róttækar breytingar á hvernig þeir berjast við slíka elda. Það eru breyttar loftslagsaðstæður sem valda þessu.

Fyrrnefndir gróðureldar voru bara forsmekkurinn af því hvað hnattræn hlýnun getur fært okkur í framtíðinni og gera þarf róttækar breytingar á viðbrögðum við hamförum af þessu tagi segir í skýrslunni en það var opinber rannsóknarnefnd sem gerði hana.

Settar eru fram 80 tillögur um úrbætur og breytingar, þar á meðal um sameiginleg viðbrögð og nýja löggjöf sem heimilar forsætisráðherra landsins að lýsa yfir neyðarástandi. Mælt er með samræmingu aðgerða og aðferðafræði um allt land og að rétt sé að hafa eina yfirstjórn á landsvísu.

Hnattræn hlýnun getur ógnað hefðbundnum aðferðum við slökkvistörf og gert þau líkön, sem eru notuð til að spá fyrir um gróðurelda, síður áreiðanleg. Náttúruhamfarir framtíðarinnar eru sagðar geta orðið „flóknari, ófyrirsjáanlegri og erfiðari viðureignar“.

Einnig segja skýrsluhöfundar að Ástralar muni líklega upplifa miklar hamfarir á borð við elda, flóð og óveður á sama tíma. Slíkar hamfarir muni hafa keðjuverkandi áhrif og ógna lífum og eignum, efnahag landsins, innviðum og nauðsynlegri þjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús

Voru að leita að stolnum köplum – Gengu inn í sannkallað hryllingshús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín

Norðmaður kvartar eftir að ChatGPT hélt því fram að hann hefði myrt börnin sín