Kosningin fer fram á netinu en með fölsku atkvæðunum tók Little-Spotted Kiwi forystuna en missti hana fljótlega aftur. Athugun leiddi í ljós að atkvæðin voru öll greidd í gegnum netföng sem voru rakin til sömu IP-tölunnar í Auckland.
Kosningin um fugl ársins hefur farið fram árlega síðan 2005 en henni var komið á til að hvetja landsmenn til að læra meira um fugla landsins. Hver og einn má greiða atkvæði einu sinni og eru netföng fólks nokkurskonar kjörskrá. Atkvæði greidd erlendis eru einnig talin með þegar atkvæðagreiðslunni lýkur.
Þrátt fyrir að þetta kunni að virðast nokkuð saklaust og skemmtilegt þá hefur kosningin oft hleypt illu blóði í fólk en stjórnmálamenn og þrýstihópar hafa blandað sér í baráttuna og reynt að vinna „sínum“ fuglum fylgis.