fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

Suðu kjúklinga í hver – Sögðust ekki hafa vitað að það væri bannað

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 18:45

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útilega nokkurra vina tók óvænta stefnu þegar þeir voru gripnir glóðvolgir við að sjóða heila kjúklinga í hver í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum síðasta sumar. Um var að ræða tvö systkinabörn og nágranna þeirra auk fjölskyldna. Nú hafa fjölskyldufeðurnir verið sektaðir um sem nemur tugum þúsunda íslenskra króna og þeim hefur verið bannað að koma aftur í þjóðgarðinn næstu tvö ár.

New York Times hefur eftir Linda Veress, hjá þjóðgarðinum, að strangar reglur gildi þar um hvar fólk má fara um, hvað það megi snerta og að fólk verði að halda sig á merktum stígum. Það sé ekki aðeins ólöglegt að brjóta þessar reglur, það geti einnig verið hættulegt. Vatnið í hverunum geti orðið allt að 200 gráðu heitta. „Það getur valdið alvarlegum og banvænum brunasárum,“ sagði hún.

Það var einmitt þetta heita vatn sem vinirnir nýttu sér í byrjun ágúst. Þá bárust þjóðgarðsvörðum margar tilkynningar um fólk sem væri með tæki og tól til matargerðar meðferðis og væri að elda mat. Þjóðgarðsverðir fóru á vettvang og komu að fólkinu sem var þá að sjóða tvo heila kjúklinga í hver. Einnig voru þau með pott í nágrenninu.

Fólkið var sjálft að synda í á í nágrenninu en 49 ára fjölskyldufaðir gekk beint í flasið á þjóðgarðsvörðum þegar hann kom til að líta eftir matnum.

Fólkið fékk að borða matinn en þurfti síðar að mæta fyrir dómara sem sektaði það og bannaði því að koma í þjóðgarðinn næstu tvö árin. Maturinn bragðaðist að sögn vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

New York Times velur vinnutölvu ársins

New York Times velur vinnutölvu ársins