fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Sendiherra Bandaríkjanna staðhæfir að atkvæði hennar hafi ekki verið talið með – Ekki á rökum reist

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 07:00

Carla Sands á kosningavöku 3. nóvember. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, staðhæfði um síðustu helgi að atkvæði hennar í forsetakosningum í Bandaríkjunum hafi ekki verið talið með. Hún er dyggur stuðningsmaður Trump sem skipaði hana í embætti sendiherra. „Ég kaus Donald Trump bréfleiðis. Í gærkvöldi skoðaði ég kosningaskráningarnar og sá að þeir hafa ekki talið atkvæðið mitt með,“ skrifaði hún á Twitter skömmu eftir að stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna höfðu lýst Joe Biden sigurvegara kosninganna.

En þetta á ekki við rök að styðjast því blaðamenn New York Times könnuðu málið með einfaldri leit á heimasíðu kjörstjórnar Pennsylvaniuríkis. Þar kemur fram að atkvæði Carla Sands hafi verið skráð og talið.

Carla hefur, eins og Trump, verið iðin við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna í Twitterfærslum. Hún hefur deilt ásökunum um kosningasvindl og var fljót til að endurtísta tísti Trump um að hann hefði sigrað í Georgíu, Norður-Karólínu og Wisconsin.

Jótlandspósturinn bað Sands um viðtal en það vildi hún ekki veita. Hún sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hún segir: „Sterkar bandarískar stofnanir munu tryggja að réttkjörinn forseti sver eið þann 20. janúar. Kosningaöryggi er afgerandi til að tryggja friðhelgi kosningakerfisins og hefur lengi verið forgangsverkefni kjörstjórna. Þegar spurningar vakna er rétturinn til að efast um niðurstöðurnar varinn með lögum og það eru til skýrar reglur um slíkt sem tryggja að öll atkvæði séu talin.“

Hún vék sér sem sagt hjá því að svara spurningunni um af hverju hún sagði ósatt um atkvæðið sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift