En þetta á ekki við rök að styðjast því blaðamenn New York Times könnuðu málið með einfaldri leit á heimasíðu kjörstjórnar Pennsylvaniuríkis. Þar kemur fram að atkvæði Carla Sands hafi verið skráð og talið.
Carla hefur, eins og Trump, verið iðin við að sá efasemdum um lögmæti kosninganna í Twitterfærslum. Hún hefur deilt ásökunum um kosningasvindl og var fljót til að endurtísta tísti Trump um að hann hefði sigrað í Georgíu, Norður-Karólínu og Wisconsin.
Jótlandspósturinn bað Sands um viðtal en það vildi hún ekki veita. Hún sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem hún segir: „Sterkar bandarískar stofnanir munu tryggja að réttkjörinn forseti sver eið þann 20. janúar. Kosningaöryggi er afgerandi til að tryggja friðhelgi kosningakerfisins og hefur lengi verið forgangsverkefni kjörstjórna. Þegar spurningar vakna er rétturinn til að efast um niðurstöðurnar varinn með lögum og það eru til skýrar reglur um slíkt sem tryggja að öll atkvæði séu talin.“
Hún vék sér sem sagt hjá því að svara spurningunni um af hverju hún sagði ósatt um atkvæðið sitt.