fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ný rannsókn lofar góðu – Gætu komið með „antabus“ kókaíns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 13:30

Kókaín. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er engin lyfjameðferð til gegn kókaínfíkn en danskir og bandarískir vísindamenn eru nú komnir vel áleiðis með að þróa virkt efni sem vinnur gegn kókaínfíkn. Það má kannski líkja efninu við „antabus“ sem er notað í meðferð áfengissjúklinga.

Í umfjöllun BT um málið er haft eftir Claus Juul Løland, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að hægt sé að nota metadon við heróínfíkn. „Efnið sem við vonumst til að geta þróað verður hægt að nota á nokkurn veginn sama hátt gegn kókaínfíkn,“ sagði hann.

Vísindamennirnir fengu nýlega styrk frá Lundbecksjóðnum upp á sem svarar til um 110 milljóna íslenskra króna til að rannsaka hvort nýja efnið getur lokað fyrir vímuáhrif kókaíns.

„Eitt er að við sjáum að efnið lokar á áhrif kókaínsins. Allt annað er að skilja af hverju efnið gerir þetta,“ sagði Løland. „Efnið mun ekki gera út af við löngunina í kókaín en hugsunin er að það geti gert áhrif þess að engu þannig að fólk komist ekki í vímu. Það ætti að geta hjálpað sumum að hætta notkuninni, alveg eins og þau áhrif sem antabus hefur á áfengissjúklinga.“

Efnið er ekki væntanlegt á markað alveg á næstunni og sagðist Løland reikna með að nokkur ár séu í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“