fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Duttu svo sannarlega í lukkupottinn – Höfðu ekki hugmynd um áhugamál nágrannans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 05:27

Harrison Ford með leiserbyssu í Star Wars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldri hjón, sem búa í Stourbridge í West Midlands á Englandi, duttu svo sannarlega í lukkupottinn þegar vinur þeirra og nágranni ánafnaði þeim safni sínu af Star Wars leikföngum og minjagripum. Hjónin höfðu enga hugmynd um hversu verðmætt safnið var fyrr en að sonur þeirra skoðaði það og fékk síðan sérfræðing til að meta það.

Þá kom í ljós að þau voru með eitt besta safn Star Wars muna í heiminum. Nágranni þeirra, Peter Simpson, ánafnaði þeim safninu en hann lést í desember á síðasta ári. Hann hafði safnað Star Wars munum áratugum saman en safnið samanstóð af mörg hundruð munum, þar á meðal plastbrúðum í óopnuðum umbúðum. The Times skýrir frá þessu.

Safnið seldist fyrir sem nemur um 72 milljónum íslenskra króna.

„Margt var aðeins rakt vegna þess hvernig það hafði verið geymt. En í heildina er þetta besta Star Wars safn sem ég hef nokkru sinni séð,“ sagði Chris Aston, hjá Astons Auctioneers, sem verðmat safnið.

Meðal þess sem var selt á uppboði var brúða af stjórnanda Star Destroyer í óopnuðum umbúðum.  Aðeins er vitað um tvær slíkar í heiminum í óopnuðum umbúðum. Hún seldist fyrir sem nemur um 6 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“