Þá kom í ljós að þau voru með eitt besta safn Star Wars muna í heiminum. Nágranni þeirra, Peter Simpson, ánafnaði þeim safninu en hann lést í desember á síðasta ári. Hann hafði safnað Star Wars munum áratugum saman en safnið samanstóð af mörg hundruð munum, þar á meðal plastbrúðum í óopnuðum umbúðum. The Times skýrir frá þessu.
Safnið seldist fyrir sem nemur um 72 milljónum íslenskra króna.
„Margt var aðeins rakt vegna þess hvernig það hafði verið geymt. En í heildina er þetta besta Star Wars safn sem ég hef nokkru sinni séð,“ sagði Chris Aston, hjá Astons Auctioneers, sem verðmat safnið.
Meðal þess sem var selt á uppboði var brúða af stjórnanda Star Destroyer í óopnuðum umbúðum. Aðeins er vitað um tvær slíkar í heiminum í óopnuðum umbúðum. Hún seldist fyrir sem nemur um 6 milljónum íslenskra króna.