Maðurinn hafði áður verið dæmdur í 22 mánaða fangelsi fyrir tilraunir til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið.
„Ef það er hægt að loka geðsjúkt fólk ævilangt inni i fangelsi af því að ógn stafar af því, þá ætti einnig að vera hægt að loka hryðjuverkamenn, sem ógn stafar af, inni ævilangt,“ segir Sebastian Kurz, kanslari.
Lögreglan segir að líklega hafi hryðjuverkamaðurinn verið einn að verki en enn hefur ekki tekist að kortleggja ferðir hans fyrir árásina til fulls. Ekki er enn vitað hvernig hann komst inn í miðborgina með vopn sín en enn er unnið að rannsókn á því.