Facebook hefur ákveðið að leyfa ekki pólitískar auglýsingar næstu vikurnar. „Þrátt fyrir að margir hafi útnefnt sigurvegara teljum við enn mikilvægt að leggja okkar af mörkum til að koma í veg fyrir rugling og misnotkun á samfélagsmiðlum okkar,“ segir í tölvupósti sem Facebook sendi auglýsendum.
„Þetta er að gera okkur brjáluð,“ sagði Mark Jablonowski, hjá DSPolitical sem sér um stafrænar auglýsingar Demókrata. „Þeir halda í raun hinu pólitíska ferli í gíslingu,“ sagði Eric Wilscon, sérfræðingur hjá Repúblikönum.