fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Andstæðingar bólusetninga breiða út samsæriskenningar um kórónuveirubóluefnið frá Pfizer

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 05:53

Samsæriskenningasmiðir og andstæðingar bóluefnis fara mikinn gegn bóluefnum gegn kórónuveirunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andstæðingar bólusetninga eru farnir á stjá og byrjaðir að breiða út samsæriskenningar um bóluefnið frá Pfizer og Biontech gegn kórónuveirunni. Á mánudaginn var tilkynnt að bóluefnið veiti níu af hverjum tíu vernd gegn kórónuveirunni sem herjar á heimsbyggðina.

Meðal þess sem andstæðingar bólusetninga hafa varpað fram er að bóluefnið sé liður í að fækka fólki. Sumir segja að bóluefnið sé hluti af áætlun um að gera fólk ófrjósamt og enn aðrir segja að það hafi verið í þróun í 15 ár! Eins og við er að búast segjast margir hvorki ætla að láta bólusetja sig né börn sín.

Reiknað er með að byrjað verði að bólusetja fólk innan nokkurra vikna ef lyfjaeftirlitsstofnanir gefa grænt ljós á notkun bóluefnisins.

Í umfjöllun Daily Mail um málið kemur fram að margar mæður hafi tjáð sig á Facebooksíðunni Save Our Rights og lýst því yfir að þær muni ekki láta bólusetja sig eða börn sín. Einn notandi sagði að um ófrjósemisáætlun sé að ræða og aðrir hvöttu til aðgerða gegn bóluefninu og framleiðslu þess.

Lara Crabb er einarður andstæðingur bólusetninga.

Lara Crabb, sem vakti athygli í sumar þegar hún neitaði að nota andlitsgrímu á almannafæri, spurði fylgjendur sína hvort það gæti ekki verið að bóluefnið hafi verið í þróun síðustu 15 ár. Hún sagði það geta tengst „Agenda 2030“ sem er samsæriskenning sem gengur út á að New World Order sé að reyna að fækka fólki með því að nota ýmis bóluefni. Hún segir einnig að hugsanlega hafi samfélagsmiðlar verið fundnir upp sem hluti af „Agenda 2030“.

Dan Evans, varaði við því á Twitter, að bóluefnið væri „eitur“ sem væri búið til af sömu illmennunum og slepptu veirunni lausri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið