fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Yfirmaður breska hersins segir raunverulega hættu á nýrri heimsstyrjöld

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 06:55

Við skulum vona að ekki komi til þess að kjarnorkuvopnum verði beitt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Nick Carter, yfirmaður breska hersins segir að efnahagskreppan, sem heimsfaraldur kórónuveirunnar veldur, gæti orðið til þess að nýjar ógnir við öryggi og stöðugleika blossi upp og á endanum jafnvel hrundið þriðju heimsstyrjöldinni af stað.

Þetta sagði hann í viðtali við Sky News um helgina. Í viðtalinu ræddi hann einnig um framtíðarsýn sína fyrir breska herinn. Hann sagðist telja að á fjórða áratug aldarinnar samanstandi herinn af 90.000 hermönnum og 30.000 vélmennum. Hann sagðist einnig vilja gera langtímafjárhagsáætlun fyrir herinn svo hægt sé að ráðast í langtímafjárfestingar til að nútímavæða herinn.

Fjármálaráðherrann ákvað nýlega að ekki skyld gerð langtímafjármálaáætlun fyrir herinn vegna óvissunnar sem ríkir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í staðinn verður gerð áætlun til eins árs.

Í gegnum tíðina hafa efnahagslægðir valdið vandræðum og haft áhrif á öryggismál og sagðist Carter óttast að þetta gæti gerst aftur vegna hins mikla höggs sem efnahagur heimsins hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins.

„Ég held að við lifum nú í heimi þar sem mikil óvissa og kvíði ríkir. Ég held að það sér raunveruleg hætta, með ansi margar staðbundnar deilur eins og nú eru, að ástandið geti versnað og það leitt til reikningsskekkju og ég tel að við verðum að verjast þessu,“ sagði Carter.

Hann sagði að með reikningsskekkju ætti hann við að fólk átti sig ekki á afleiðingum ákvarðana og gerða sinna og það geri stigmagnað ástandið og áður en varir sé stríð brostið á. Þegar hann var spurður hvort hann væri að segja að hætta væri á þriðju heimsstyrjöldinni sagði hann: „Ég er að segja að það er hætta á því og ég held að við verðum að vera meðvituð um þessa hættu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?