fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Veðjaði einni milljón punda á sigur Joe Biden – Hefur ekki enn fengið vinninginn greiddan

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 17:55

Biden er kominn í kosningaham gegn Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. október síðastliðinn lagði svellkaldur fjárhættuspilari 1 milljón punda undir hjá Betfair Exchange, sem er stærsta veðmálasíða heims, um að Joe Biden myndi sigra í bandarísku forsetakosningunum. Hann hafði, eins og nú liggur fyrir, rétt fyrir sér en hefur ekki enn fengið vinninginn greiddan en hann á að fá milljónina sína aftur og 540.000 pund að auki.

Betfair Exchange er vettvangur þar sem fólk finnur aðra sem vilja leggja undir á móti því. CNN skýrir frá þessu og segir að forsetakosningarnar hafi verið stærsti einstaki viðburðurinn í sögu síðunnar til þessa.

CNN segir að eftir því sem talsmaður Betfair hafi sagt í gær þá verði vinningurinn greiddur út þegar úrslit kosninganna hafa verið staðfest opinberlega en enn sem komið er eru það aðeins fréttastofur sem hafa útnefnt Joe Biden sem sigurvegara kosninganna.

Að öllu jöfnu eru vinningar greiddir til vinningshafa eftir að fjölmiðlar skýra frá úrslitum kosninga og ræðu þess frambjóðanda sem tapar. En nú er staðan önnur því Donald Trump, sem tapaði í kosningunum, þráast við að játa sig sigraðan og heldur áfram að láta lögmenn sína reyna að finna einhverjar lagalegar leiðir til að hann geti setið áfram á forsetastólnum næstu fjögur árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?