Tracy starfar sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Royal Stoke háskólasjúkrahússins. Af þeim sökum taldi starfsfólkið á Bradwell hættu á að hún myndi bera kórónuveirusmit með sér inn á sjúkrahúsið því hún hafði sinnt fólki sem er smitað af kórónuveirunni. Skipti engu þótt Tracy segði þeim að hún hefði engin einkenni smits og að hún klæðist alltaf hlífðarfatnaði þegar hún er við störf.
Í samtali við Stoke-on-Trent Live sagðist Tracy vera mjög reið og æst yfir þessu: „Ég er með mömmusamviskubit. Hún heyrði samtalið og missti bara andlitið. Að hún gat ekki fengið þjónustu vegna starfs míns varð til að ég fékk samviskubit. Ég vissi að ég átti að fara að vinna daginn eftir en vildi ekki fara og hugsa um annað fólk því dóttir mín fékk ekki læknishjálp. Ég get ekki lýst því hvað ég var æst.“
Hún sagðist hafa sagt starfsfólki Bradwell sjúkrahússins að verið væri að mismuna þeim vegna starfs hennar. Ef eiginmaður hennar hefði komið með Emily hefði hún fengið þjónustu.
Heilbrigðisyfirvöld í North Staffordshire hafa nú beðið mæðgurnar afsökunar á málinu og segja að vinnureglum hafi verið breytt svo svona atvik komi ekki aftur upp.