fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Loka menntaskólum og veitingastöðum í Ungverjalandi í einn mánuð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 10:35

Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungversk stjórnvöld hafa ákveðið að loka veitingastöðum, söfnum, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum í 30 daga til að reyna að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Einnig verður menntaskólum lokað og háskólum verður gert að láta alla kennslu fara fram á netinu. Þetta gildir frá og með morgundeginum.

„Ef fjöldi smita heldur áfram að aukast með núverandi hraða þá munu sjúkrahúsin ekki ráða við ástandið,“ sagði Viktor Orbán, forsætisráðherra í ræðu í gær.

Einnig verður útgöngubann sett á að næturlagi og ekki mega fleiri en tíu koma saman í einu. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum og allar stærri samkomur verða bannaðar.

Hótel mega ekki taka við ferðamönnum en þeir sem eru í viðskiptaerindum mega gista á hótelum.

Eitt hæsta hlutfall innlagna á sjúkrahús, vegna COVID-19, í Evrópu er í Ungverjalandi miðað við hverja 100.000 íbúa. Mikið álag er á sjúkrahúsum landsins og hefur mörgum aðgerðum verið frestað því senda hefur þurft starfsfólk út á land, til þeirra svæða þar sem ástandið vegna kórónuveirunnar er verst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga