„Ef fjöldi smita heldur áfram að aukast með núverandi hraða þá munu sjúkrahúsin ekki ráða við ástandið,“ sagði Viktor Orbán, forsætisráðherra í ræðu í gær.
Einnig verður útgöngubann sett á að næturlagi og ekki mega fleiri en tíu koma saman í einu. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum og allar stærri samkomur verða bannaðar.
Hótel mega ekki taka við ferðamönnum en þeir sem eru í viðskiptaerindum mega gista á hótelum.
Eitt hæsta hlutfall innlagna á sjúkrahús, vegna COVID-19, í Evrópu er í Ungverjalandi miðað við hverja 100.000 íbúa. Mikið álag er á sjúkrahúsum landsins og hefur mörgum aðgerðum verið frestað því senda hefur þurft starfsfólk út á land, til þeirra svæða þar sem ástandið vegna kórónuveirunnar er verst.