fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Fyrsta moskan í tæp 200 ár opnuð í Aþenu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. nóvember 2020 20:35

Moskan í Aþenu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn urðu þau tímamót í Aþenu, höfuðborg Grikklands, að fyrsta ríkisstyrkta moskan síðan 1833 var opnuð. Mörg hundruð múslímar búa í borginni en þar hefur ekki verið opinber moska síðan herir Ottómanveldisins voru hraktir þaðan fyrri tæplega 200 árum. Nýja moskan mætti mikilli andstöðu annarra trúarhópa og stjórnmálaafla en að lokum tókst að taka hana í notkun.

Fyrstu hugmyndirnar um að byggja mosku í Aþenu komu fram 1990 en það tók áratugi að koma þeim í gegn því þjóðernissinnar og gríska rétttrúnaðarkirkjan voru á móti hugmyndunum, ekki bætti seinvirkt skrifræðið í landinu úr skák og síðan var erfitt að fjármagna framkvæmdina en Grikkir hafa lengi glímt við mikla fjárhagslega erfiðleika.

Fámennt var við fyrstu bænirnar á föstudaginn en takmarkaður fjöldi fékk leyfi til að vera viðstaddur vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Allir voru með andlitsgrímur og góð fjarlægð var á milli allra viðstaddra. CNN skýrir frá þessu.

„Þetta er söguleg stund fyrir múslíma í Aþenu, við höfum beðið svo lengi eftir þessari mosku,“ sagði Heider Ashir, sem situr i stjórn moskunnar. „Þökk sé guði, loksins erum við með mosku sem er opin og við getum beðið hér að vild.“

Ekki eru allir múslímar þó sáttir við útlit moskunnar en um grátt, rétthyrnt hús er að ræða án hvelfingar eða bænaturns og líkist það ekki öðrum moskum í Evrópu.

„Þetta líkist alls ekki bænahúsi, þetta er lítið, ferningur, ömurleg bygging,“ sagði Naim El Ghandour, formaður samtaka múslíma í Grikklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið