Johan Styrud, talsmaður samtaka lækna í Stokkhólmi segir að önnur bylgja veirunnar sé skollin á. Dagens Nyheter skýrir frá þessu.
„Hlutfall smitaðra eykst hratt núna. Við sláum met í hverri viku, bæði í fjölda sýna, hlutfall smitaðra og fjölda smitaðra,“ sagði Claes Ruth, hjá rannsóknarstofu Karólínsku stofnunarinnar.
Í síðustu viku voru tekin um 42.000 sýni í Stokkhólmi og reyndust 20,3% þeirra vera með kórónuveiruna sem veldur COVID-19.