The Guardian skýrir frá. Fram kemur að það sé The Institute of Race Relations sem standi að baki rannsókninni. Í henni er farið ítarlega yfir mál 292 sem létust við að reyna að komast til Bretlands yfir eða undir Ermarsund. Fólkið reyndi að komast í bátum eða öðrum farartækjum yfir sundið eða undir þau um Ermarsundsgöngin.
Meðal þeirra eru írönsk/kúrdísk hjón og tvö börn þeirra sem drukknuðu á þriðjudaginn þegar þau reyndu að komast yfir sundið á bát.
Engar opinberar tölur eru til yfir fjölda látinna á þessari leið en með því að gera rannsóknina og birta er vonast til að hægt sé að vekja athygli á nöfnum hinna látnu og sögu þeirra.