Samkvæmt frétt CNN þá var Bolok strax fluttur á sjúkrahús en var úrskurðaður látinn við komuna þangað vegna mikils blóðmissis.
Ólöglegt og löglegt hanaat eiga sér langa sögu á Filippseyjum en hanaat var bannað í ágúst eftir að í ljós kom að þar áttu mörg COVID-19 smit sér stað.
Ólögleg öt fara oft fram á leynilegum stöðum neðanjarðar til að forðast laganna verði.
Þrír voru handteknir á hanaatinu og lögreglan veit hverjir þrír til viðbótar, af viðstöddum eru, og ætlar að hafa uppi á þeim.