Pompeo og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sögðu að hernaðarsamstarfið við Indland „yrði áfram hornsteinninn“ í samstarfi ríkjanna. Pompeo sagði að ríkin verði að vinna saman til „standa gegn þeirri ógn sem frelsi og lýðræði stafi af Kína“. Hann sagði kínverska kommúnistaflokkinn vera á móti lýðræði, réttarríkinu, gegnsæi og frjálsum viðskiptum.
„Það er mikið að gerast en lýðræðisríkin okkar tvö bindast böndum um að vernda íbúa sína og hinn frjálsa heim,“
sagði Pompeo eftir fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum Indlands.
Mikil spenna hefur verið á landamærum Kína og Indlands á árinu. í júní voru 20 indverskir hermenn drepnir í átökum við kínverska hermenn en Kínverjar segja þá indversku hafa farið yfir landamærin og inn í Kína.