fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Telur best að borga fólki fyrir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætti að borga fólki fyrir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 til að hægt verði að ná hjarðónæmi sem fyrst. Þetta segir Julian Savulescu, prófessor við Oxfordháskóla, en hann telur að með þessu sé hægt að sigrast á vaxandi efasemdum margra um bólusetningar vegna efasemda um hversu öruggt bóluefni eru.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í grein sem Savulescu skrifaði í the Journal of Medical Ethics segi hann að annað hvort eigi að nota fjárhagslega hvatningu eða öðruvísi hvatningu til að fá fólk til að láta bólusetja sig. Hann bendir þar á beinar peningagreiðslur eða þá að þeir sem eru bólusettir þurfi ekki að nota andlitsgrímur á almannafæri.

„Kostirnir við að greiða fyrir áhættu er að fólk velur þá sjálft að taka hana,“ sagði hann.

Til að ná hjarðónæmi, sem myndi binda enda á heimsfaraldurinn, þurfa 50 til 80% af mannfjöldanum að vera með ónæmi fyrir veirunni.

Savulescu sagði einnig að færa megi rök fyrir að bólusetning verði skylda en ekki valkvæð vegna þess hversu „alvarleg“ ógn lýðheilsu stafi af veirunni. Þessu megi líkja við að fólk er skyldað til að nota öryggisbelti í bílum og herkvaðningu á stríðstímum. Hann er þó þeirrar skoðunar að það sé ósiðlegt að skylda fólk í bólusetningu ef ekki liggur fyrir að bóluefnið sé algjörlega öruggt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi