Fox News skýrir frá þessu. Hann var með væg einkenni og jafnaði sig fljótt af flensunni. Ekkert bendir til að veiran, sem veldur flensunni, hafi breiðst frekar út að sögn yfirvalda sem reyna nú að finna upptök smitsins.
H1N2 er veira sem er í öndunarfærum svína um allan heim. Þetta er smitsjúkdómur af A-stofni inflúensu. Veiran berst ekki í fólk þótt það borði kjöt af sýktu dýri.
Kanadísk yfirvöld segjast taka málinu mjög alvarlega og að almenningur verði að vera meðvitaður um að á síðustu árum hafi nokkur tilfelli mismunandi inflúensu fundist á nokkrum stöðum í Norður-Ameríku. H1N2 sé mjög sjaldgæf en aðeins hafi 27 tilfelli af henni verið staðfest í heiminum frá 2005 og aldrei áður í Kanada.