fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Segir að Melania hafi fengið nóg og vilji skilnað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 05:36

Melania er mjög ósátt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú liggur ljóst fyrir að Donald Trump tapaði forsetakosningunum í síðustu viku og verður hann því að flytja út úr Hvíta húsinu í janúar þvert gegn vilja sínum. En þar með er hremmingum hans kannski ekki lokið því hugsanlega er hjónaband hans og Melania Trump komið að leiðarlokum.

Þessu halda tvær fyrrum aðstoðarkonur Melania fram. Omarosa Manigault Newmann er önnur þeirra og segir hún að Melania telji niður mínúturnar þar til Trump lætur af embætti í janúar svo hún geti sótt um skilnað. Newmann segir að Melania vilji ekki sækja um skilnað á meðan Trump gegnir forsetaembættinu. Daily Mail skýrir frá þessu.

„Ef Melania myndi niðurlægja Trump á grófan hátt og fara frá honum á meðan hann er enn forseti myndi hann finna leið til að refsa henni,“ sagði Newmann.

Stephanie Wolkoff, sem er einnig fyrrum aðstoðarkona Melania, hefur einnig tjáð sig um hjónaband forsetahjónanna. Hún hefur meðal annars sagt að þau deili ekki svefnherbergi né rúmi í Hvíta húsinu og segir hjónaband þeirra bara vera að forminu til, ekkert meira sé á bak við það.

Melania hefur sjálft sagt að samband þeirra hjóna sé dásamlegt og Trump hefur sagt að þau rífist aldrei.

Í kaupmála Trump og fyrrum eiginkonu hans, Marla Maples, segir að hún megi ekki tjá sig um Trump á gagnrýninn hátt í viðtölum og að hún megi ekki skrifa bók um hann. Christina Previte, lögmaður, telur ekki ólíklegt að svipuð ákvæði séu í kaupmála Trump og Melania og sáir þar með efasemdum um hversu gott hjónaband þeirra er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í