fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fljúga drónum yfir eldfjöll til að geta spáð fyrir um gos

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldfjöll geta gosið skyndilega og það getur reynst hættulegt, bæði mönnum, dýrum og eignum fólks. Margar aðferðir eru notaðar til að vakta eldfjöll, til dæmis GPS-mælingar, einnig er fylgst með jarðskjálftum og lofttegundum sem stíga upp frá eldfjöllum. En það getur verið erfitt að spá fyrir um gos. En nú hafa vísindamenn frá nokkrum löndum þróað sérstaka dróna til að nota til að spá fyrir um eldgos.

Drónunum er flogið yfir eldfjöll þar sem þeir taka sýni úr andrúmsloftinu sem er síðan hægt að rannsaka og mæla hversu mikið er af einstökum lofttegundum í því. Þessi tækni er þó ekki ein og sér nægilega góð til að hægt sé að segja til um yfirvofandi eldgos en hún er mikilvægur þáttur í þróun aðferða til að spá fyrir um gos. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamennirnir hafi prófað drónana yfir Manam eldfjallinu í Papúa Nýju-Gíneu en þetta er eitt virkasta eldfjall landsins.

Drónunum var flogið upp í tveggja kílómetra hæð og inn í gasský frá eldfjallinu. Þar söfnuðu þeir sýnum sem innihéldu aðallega CO2 (koltvíildi) og SO2 (brennisteinstvíildi). Þessar lofttegundir eru aðallofttegundirnar sem koma frá eldfjöllum og þær er hægt að nota til að fá vísbendingu um yfirvofandi eldgos. Ef magn koltvíildis er mikið miðað við magn brennisteinstvíildis getur það verið vísbending um yfirvofandi eldgos.

Einnig er hægt að nota þessar mælingar til fá vitneskju um hversu mikið CO2 eldfjöll losa út í andrúmsloftið.

Niðurstöður rannsóknar vísindamannanna hafa verið birtar í vísindaritinu Science Advances.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð