fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Dularfull útvarpsmerki bárust úr Vetrarbrautinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 21:45

Útvarpssjónaukar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa numið dularfull og öflug útvarpsmerki sem eiga upptök sín í Vetrarbrautinni. Um svokölluð Fast radio bursts (FRBs) er að ræða en þetta er dularfullt fyrirbæri sem vísindamenn urðu fyrst varir 2007. Í fyrri rannsóknum voru þessi merki ekki staðsett innan Vetrarbrautarinnar.

Sky News skýrir frá þessu. Merkin vara aðeins í örstutta stund en senda frá sér meiri orku á einni millisekúndu en sólin gerir á heilum degi. Niðurstöður þriggja rannsókna, sem hafa verið birtar í vísindaritinu Nature, varpa nú hugsanlega ljósi á upptök þessara dularfullu merkja. Rannsóknirnar byggja á athugunum sem voru gerðar í Kanada, Bandaríkjunum, Kína og úti í geimnum.

Þann 27. apríl á þessu ári námu tveir geimsjónaukar öfluga röntgengeisla og gammageisla sem bárust frá svæði hinum megin í Vetrarbrautinni. Þegar stjörnufræðingar beindu sjónaukum að þessu svæði daginn eftir námu þeir þessar gríðarlegu og hröðu útvarpsbylgjur, FRBs, sem voru nefndar 200428 eftir dagsetningunni.

Stjörnufræðingar vita í raun ekki hvað veldur FRBs en fyrrnefndar bylgjur, sem bárust úr vetrarbrautinni okkar, veita mikilvægar upplýsingar sem gætu orðið til að hægt verði að leysa þessa ráðgátu.

Þar sem bylgjurnar bárust úr okkar eigin sólkerfi gátu stjörnufræðingar rakið þær til líklegs upptakasvæðis þar sem nifteindastjarna með öflugt segulsvið er. Þetta eru leifar sprengistjörnu í um 30.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta

Hlaupatúrar öryggisvarða koma upp um forseta
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún