fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Dularfull útvarpsmerki bárust úr Vetrarbrautinni

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. nóvember 2020 21:45

Útvarpssjónaukar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa numið dularfull og öflug útvarpsmerki sem eiga upptök sín í Vetrarbrautinni. Um svokölluð Fast radio bursts (FRBs) er að ræða en þetta er dularfullt fyrirbæri sem vísindamenn urðu fyrst varir 2007. Í fyrri rannsóknum voru þessi merki ekki staðsett innan Vetrarbrautarinnar.

Sky News skýrir frá þessu. Merkin vara aðeins í örstutta stund en senda frá sér meiri orku á einni millisekúndu en sólin gerir á heilum degi. Niðurstöður þriggja rannsókna, sem hafa verið birtar í vísindaritinu Nature, varpa nú hugsanlega ljósi á upptök þessara dularfullu merkja. Rannsóknirnar byggja á athugunum sem voru gerðar í Kanada, Bandaríkjunum, Kína og úti í geimnum.

Þann 27. apríl á þessu ári námu tveir geimsjónaukar öfluga röntgengeisla og gammageisla sem bárust frá svæði hinum megin í Vetrarbrautinni. Þegar stjörnufræðingar beindu sjónaukum að þessu svæði daginn eftir námu þeir þessar gríðarlegu og hröðu útvarpsbylgjur, FRBs, sem voru nefndar 200428 eftir dagsetningunni.

Stjörnufræðingar vita í raun ekki hvað veldur FRBs en fyrrnefndar bylgjur, sem bárust úr vetrarbrautinni okkar, veita mikilvægar upplýsingar sem gætu orðið til að hægt verði að leysa þessa ráðgátu.

Þar sem bylgjurnar bárust úr okkar eigin sólkerfi gátu stjörnufræðingar rakið þær til líklegs upptakasvæðis þar sem nifteindastjarna með öflugt segulsvið er. Þetta eru leifar sprengistjörnu í um 30.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift