fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Neyðast til að hætta við kjötlausa daga í mötuneytum hins opinbera

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. nóvember 2020 10:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kynnti danska ríkisstjórnin áætlun sína um hvernig á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 70% fyrir 2030. Einn liður í þessu var að mötuneyti á vegum ríkisins áttu að hafa tvo kjötlausa daga í viku og aðeins mátti bjóða upp á nauta- eða lambakjöt einn dag í viku. En nú hefur ríkisstjórnin neyðst til að bakka með þetta.

Nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt að það sé á valdi hvers vinnustaðar að ákveða hvort kjötlausir dagar verði í viku hverri. Þar með lét ríkisstjórnin undan þrýstingi stéttarfélaga.

Ríkisstjórnin er minnihlutastjórn jafnaðarmanna og eiga stéttarfélögin sér langa sögu innan jafnaðarmannahreyfingarinnar og eru áhrif hennar og tengsl við flokkinn enn mikil.

Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace segja að þessi kúvending sé „vandræðaleg“ fyrir ríkisstjórnina og nú séu meiri líkur á að ríkisstjórnin þurfi að bakka með nauðsynlegar breytingar í dönskum landbúnaði. Helene Hagel, hjá Greenpeace í Danmörku, segir að það þurfi að horfast í augu við þá staðreynd að Danir séu stærstu kjötframleiðendur heims miðað við höfðatölu og að 28% losunar á gróðurhúsalofttegundum í Danmörku sé tilkomin vegna kjöt- og mjólkurframleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?