fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Danska ríkisstjórnin vill bremsa námsstyrki til erlendra námsmanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. nóvember 2020 08:00

Aðalbygging Kaupmannahafnarháskóla þar sem margir Íslendingar stunda nám. Mynd:Wikimedia Commons/Orf3us

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útreikningar danska menntamálaráðuneytisins sýna að útgjöld ríkisins til námsmanna frá öðrum ESB-ríkjum og EES-ríkjum muni verða um 650 milljónir danskra króna árið 2023. Það er 200 milljónum meira en þingflokkarnir, sem standa að baki samningi um námsstyrki til erlendra námsmanna, vilja sætta sig við. Um svokallað SU, Statens Uddannelsesstøtte, er að ræða en í því felst að námsmenn geta fengið fjárhagslegan styrk frá ríkinu á meðan þeir stunda nám sitt. Að auki geta þeir tekið námslán ef þeir telja þörf á því.

Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að það valdi Ane Halsboe-Jørgensen, menntamálaráðherra, miklum áhyggjum að þessi útgjöld haldi áfram að vaxa þrátt fyrir aðgerðir fyrri ríkisstjórnar til að sporna við útgjaldaaukningunni.

Ráðherrann hefur því tilkynnt fulltrúum flokkanna, sem stóðu að fyrrgreindum samningi, um þetta þannig að hægt verði að finna lausn á þessu.

Íslenskir námsmenn geta notið góðs af SU ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði um atvinnuþátttöku og hafa margir nýtt sér þetta enda um styrk að ræða en ekki lán eins og hjá Menntasjóði námsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega