Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að það valdi Ane Halsboe-Jørgensen, menntamálaráðherra, miklum áhyggjum að þessi útgjöld haldi áfram að vaxa þrátt fyrir aðgerðir fyrri ríkisstjórnar til að sporna við útgjaldaaukningunni.
Ráðherrann hefur því tilkynnt fulltrúum flokkanna, sem stóðu að fyrrgreindum samningi, um þetta þannig að hægt verði að finna lausn á þessu.
Íslenskir námsmenn geta notið góðs af SU ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði um atvinnuþátttöku og hafa margir nýtt sér þetta enda um styrk að ræða en ekki lán eins og hjá Menntasjóði námsmanna.