Þetta gildir næstu þrjár vikurnar að sögn Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra. Grikkir mega einnig aðeins fara út fyrir hússins dyr á ákveðnum tímum sólarhringsins og verða að fá sérstaka heimild til þess.
Grunnskólar verða opnir en menntaskólar loka. Mitsotakis sagðist hafa ákveðið að grípa til harðra aðgerða, betra væri að gera það of snemma en of seint.
Á þriðjudaginn var börum, veitingahúsum og kaffihúsum gert að loka í þéttbýli. Það sama gildir um líkamsræktarstöðvar, söfn og aðrar menningarstofnanir.
Smit eru töluvert færri í Grikklandi en víða annars staðar í Evrópu og má væntanlega þakka það hörðum aðgerðum stjórnvalda þegar faraldurinn braust út í febrúar. Slakað var á aðgerðunum í maí. Frá því í síðasta mánuði hefur smitum farið fjölgandi og því var ákveðið að grípa inn í núna.
Um 47.000 Grikkir hafa greinst með veiruna og tæplega 700 hafa látist.