fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Prófessor segir að Danmörk geti orðið nýtt Wuhan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 05:55

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar danska ríkisstjórnin tilkynnti á miðvikudaginn að aflífa eigi alla minka í minkabúum landsins vegna kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, brá mörgum í brún. Ástæðan fyrir þessum hörðu aðgerðum er að veiran getur og hefur borist úr minkum í fólk í stökkbreyttu formi. Þessi stökkbreyting veldur því að fólk myndar ekki mótefni gegn veirunni og hún gerir væntanleg bóluefni gegn henni einnig gagnslítil og í versta falli gagnslaus.

Þegar Josephine Fock, formaður Alternativet, heyrði þetta sagði hún:

„Við eigum á hættu að verða nýtt Wuhan. Þetta er ótrúlegt!“

Þar á hún við að Danmörk geti orðið upphafsstaður stökkbreytts afbrigðis af kórónuveirunni sem gæti í raun fært heimsbyggðina aftur á byrjunarreit í baráttunni við veiruna skæðu. Hans Jørn Kolmos, prófessor í örverufræði við Syddansk háskólann, tók í sama streng í viðtali við Århus Stiftstidene:

„Þetta er alþjóðlegt mál. Ef ekki er brugðist við eigum við á hættu að verða nýtt Wuhan. Við verðun skyndilega að senda skýrslur til WHO og þá byrjar þetta að vera hættulegt, þá erum við komin í allt aðra deild.“

Hann sagði hættu á að nýr heimsfaraldur geti hafist í Danmörku.

Stökkbreytta afbrigðið hefur fundist í 12 manns á Norður-Jótlandi. Kolmos gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki gripið nægilega fljótt inn í þegar ljóst var að stökkbreytt afbrigði af veirunni hafi orðið til í minkum. Hann sagðist telja að lóga hefði átt minkunum mun fyrr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til