Washington Post skýrir frá þessu og hefur heimildarmönnum innan leyniþjónustunnar. Kosningaframboð Biden býr sig nú undir að lýsa yfir sigri í kosningunum og er jafnvel reiknað með að það verði gert í dag.
Af þessum sökum hefur leyniþjónustan ákveðið að bæta við öryggisgæslu hans. Biden er í heimabæ sínum Wilmington og hefur að sögn heimildarmanna í hyggju að ávarpa bandarísku þjóðina þaðan og tilkynna um sigur sinn þegar niðurstöður talninga gefa tilefni til. Það gæti jafnvel orðið í dag.