Konan, sem heitir Laura Luna Gallegos, komst yfir NemId-upplýsingar, sem eru rafrænar auðkenningar í Danmörku, og stolin greiðslukort. Þetta notaði hún til að taka lán, í nafni annarra, hjá ýmsum lánastofnunum.
Hún millifærði meðal annars háar fjárhæðir á reikninga hjá spilavítum á netinu og eyddi þeim í fjárhættuspil hjá þeim. Einnig notaði hún stolin greiðslukort til að versla á netinu.
Þetta gerði hún á árunum 2017 til 2019.
Hún var ákærð fyrir 173 brot, sem snerust nær öll um fjársvik á netinu.