fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Tveir Parísarbúar smitast af kórónuveirunni á hverri mínútu – Fjórir lagðir inn á sjúkrahús á hverjum klukkutíma

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 05:13

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hálfrar mínútu fresti smitast einn Parísarbúi af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og einn er lagður inn á sjúkrahús á fimmtán mínútna fresti vegna COVID-19 veikinda. Þetta segir Olivier Véran, heilbrigðisráðherra.

Hann lét þessi ummæli falla eftir að borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, hafði hvatt til þess að litlar bókaverslanir og aðrar minni verslanir verði opnaðar á nýjan leik til að hægt sé að halda efnahagslífinu gangandi og sjá til þess að eitthvað gerist félagslega.

Véran telur hins vegar allt of mikla áhættu felast í að opna þessar verslanir en umfangsmiklar lokanir eru nú í gildi í Frakklandi vegna heimsfaraldursins. Smithlutfallið í París er mjög hátt og vill ríkisstjórnin gera allt sem í hennar valdi stendur til að bæta ástandið.

Alls hafa rúmlega 37.000 látist af völdum veirunnar í Frakklandi. Á mánudaginn greindust 52.518 smit sem er metfjöldi á einum degi fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga

Hafa upprætt skelfilegan hring barnaníðinga