Á þessu svæði reynir stjórnarherinn í Malí, sem nýtur stuðnings Frakka, að berja niður uppreisnarhópa öfgasinnaðra íslamista.
Florence Parly, varnarmálaráðherra Frakklands, sagði á mánudaginn að franskar hersveitir, Barkhane-hersveitrinar, hafi drepið rúmlega 50 vígamenn á föstudaginn og lagt hald á vopn og annað. Um 30 mótorhjól voru eyðilögð.
Látið var til skara skríða þegar mótorhjólalestin stöðvaði undir trjám til að forðast að til hennar sæist. Sendu Frakkar þá tvær orrustuþotur og dróna á svæðið og var flugskeytum skotið á lestina.
Frederic Barbry, talsmaður stjórnarhersins í Malí, sagði að fjórir hryðjuverkamenn hefðu verið teknir til fanga og að sprengiefni og sjálfsmorðssprengjubelti hafi fundist á hinum föllnu sem hafi verið tilbúnir til að gera árás á svæðinu. Að hans sögn voru vígamennirnir á vegum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið.