fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Vara við hruni lýðræðisins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 06:59

Trump REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir sérfræðinga í málefnum fasisma vara við alþjóðlegri hættu og hvetja venjulegt fólk til aðgerða. „Það er ekki of seint,“ segja þeir.

Í yfirlýsingu sem tugir sagnfræðinga og sérfræðinga í málefnum fasisma og einræðisstjórna sendu frá sér á sunnudaginn vara þeir við að lýðræði um allan heim „eigi í vök að verjast eða sé að hrynja um allan heim“. Þeir hvetja venjulegt fólk til að grípa til aðgerða.

„Lýðræði er mjög brothætt og hugsanlega tímabundið, það þarf að gæta að því og verja,“

segir í yfirlýsingunni sem og: „Það er ekki of seint að snúa þróuninni við.“

Undir þetta skrifa 80 manns, þar á meðal prófessorar og aðrir fræðimenn við háskóla í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu. Þeir eru þó ekki sammála um hvort hægt sé að stimpla Donald Trump, Bandaríkjaforseta, fasista og segja að lýðræðið um allan heim verði áfram brothætt „óháð því hver sigrar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum“.

„Hvort sem Donald J Trump er fasisti, popúlisti eða alræðisherra eða bara tækifærissinni þá hófust ógnirnar við lýðræðið ekki á forsetatíð hans og ná miklu lengra en til 3. nóvember 2020,“

segir í yfirlýsingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð