Expressen skýrir frá þessu.
„Nú er þetta virkilega alvarlegt. Við höfum misst tökin. Við verðum að ná stjórn á þessu aftur,“
hefur blaðið eftir Björn Eriksson, forstjóra heilbrigðisstofnunar Stokkhólms.
Af þeim 203 sem lágu á sjúkrahúsi í gær voru 20 á gjörgæsludeild. Björn sagði að aukningu smita megi rekja til þess að íbúar í Stokkhólmi fylgi ekki nægilega vel leiðbeiningum yfirvalda um að halda góðri fjarlægð sín á milli og þvo sér um hendurnar.
„Við verðum að leggja aðeins meira á okkur en við gerum núna. Það gátum við í vor og við neyðumst til að gera það aftur,“
sagði Björn.
Í byrjun október lágu aðeins 30 COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsum í Stokkhólmi en allan mánuðinn fjölgaði smitum mikið.
Samkvæmt tölum frá í gær þá greindust 3.188 með kórónuveiruna í Svíþjóð sólarhringinn á undan. Í heildina hafa 124.355 greinst með veiruna í Svíþjóð frá upphafi heimsfaraldursins. Rúmlega 5.900 hafa látist.