Hann sagði einnig að talið væri að fleiri hafi verið að verki og að þeirra sé nú leitað. Lögreglan hefur nú þegar gert húsleit á heimili þess sem var skotinn og lagt hald á sönnunargögn. Árásir voru gerðar á sex stöðum í miðborginni.
„Að minnsta kosti einn íslamskur hryðjuverkamaður réðst á okkur í gær,“
sagði hann á fréttamannafundinum að sögn Sky News. Hann staðfesti einnig að þrír almennir borgarar hefðu látist og að fimmtán hefðu særst, sumir alvarlega.
Uppfært klukkan 07:07
Staðfest hefur verið að einn til viðbótar sé látinn. Fjórir almennir borgarar létust því í árásunum og einn hryðjuverkamannanna var skotinn til bana.