fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hryðjuverk í Vín – Þrír látnir og 14 særðir – Eins hryðjuverkamanns leitað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 04:17

Frá vettvangi hryðjuverks í Vín. Mynd:EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Vín í Austurríki í gærkvöldi. Einn hinna látnu er einn hryðjuverkamannanna en lögreglan skaut hann til bana. Fjórtán eru særðir. Innanríkisráðherra landsins segir að enn sé leitað að einum eða fleiri árásarmönnum.

Árásin hófst um klukkan 20 við Schwedenplatz í miðborginni en þar nærri er meðal annars bænahús gyðinga. Karl Nehammer, innanríkisráðherra, staðfesti fljótlega að um hryðjuverkaárás væri að ræða.

Á tólfta tímanum sagði Nehmann í samtali við ÖRF-sjónvarpsstöðina að einn hryðjuverkamaður hafi verið skotinn til bana og leitað væri að einum til viðbótar hið minnsta. Hann sagði viðkomandi vera þungvopnaðan.

Lögreglan hefur lokað miðborginni af en takmarkar ekki leit sína við miðborgina. Sérstakar sveitir lögreglumanna hafa verið settar saman til að annast leitina að þeim sem ganga lausir og takmarkast leitin ekki við Vín að sögn Nehammer. Eftirlit hefur verið hert á landamærum landsins og herinn hefur verið kallaður til aðstoðar og sér nú um gæslu við erlend sendiráð og aðrar byggingar í borginni.

Lögreglumenn að störfum í nótt. Mynd: EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Fólk er beðið um að halda sig frá miðborginni og börn þurfa ekki að mæta í skóla í dag.

Sebastian Kurz, kanslari, sagði í færslu á Twitter að um „viðbjóðslegt hryðjuverk“ væri að ræða.

14 eru særðir, þar af margir alvarlega. Einn þeirra er lögreglumaður sem var á vakt við bænahús gyðinga. Hryðjuverkamaðurinn sem lögreglan skaut er sagður hafa verið með sprengjuvesti.

Lögreglan segir að skotárásir hafi verið gerðar á sex stöðum í miðborginni, allir eru þeir nærri bænahúsi gyðinga. Gærdagurinn var síðasti dagurinn áður en hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi í Austurríki og voru margir á veitingahúsum í miðborginni að njóta síðustu máltíðanna á veitingahúsum að sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga