fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Handtekin með 14 gullstangir á flugvellinum – Tengist æðstu ráðamönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 05:59

Það væri ekki amalegt að eiga nokkrar svona. Mynd:G4S

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Henriette Rushwaya, framkvæmdastjóri samtaka lítilla námufyrirtækja í Simbabve, handtekin á flugvelli þar í landi eftir að 14 gullstangir fundust í farangri hennar. Hún var á leið til Dubai. Hún er skyld Emmerson Mnangagwa, forseta landsins, og teygir málið sig því allt frá arðbærum gullnámurekstri upp í efstu lög hinnar pólitísku elítu landsins.

Samkvæmt frétt Zim Morning Post fundust gullstangirnar í handfarangri Rushwaya. Þær vega um sex kíló. Verðmæti þeirra er talið vera sem nemur á um fimmta tug milljóna íslenskra króna en það þykir yfirvöldum í Simbabve benda til að hún hafi ekki verið ein að verki. Steven Tserayi, starfsmaður forsetans til margra ára, var að sögn einnig handtekinn á flugvellinum en síðan sleppt. Forsetinn hefur nú rekið hann úr starfi.

Málið var tekið fyrir dóm í síðustu viku. Þá sagði Rushwaya að hún hafi aðeins tekið að sér að flytja gullið fyrir viðurkenndan gullsala að nafni Ali Japan frá höfuðborginni Harare til Dubai. En það kom fram fyrir dómi að ekki hafði verið gengið frá nauðsynlegum pappírum vegna þessa og því var hún úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald.  Rushwaya var áður formaður knattspyrnusambands landsins, Zifa, en varð að láta af því embætti vegna vegna veðmálahneykslis þar sem samið var fyrirfram um úrslit leikja.

Bæði Rushwaya og Tserayi tilheyra elítunni í landinu og þetta er ekki í fyrsta sinn sem fólk úr henni tengist smygli á gulli þar í landi. Grace Mugabe, ekkja Robert Mugabe fyrrum forseta, og Joyce Mujuru, varaforseti hans, hafa báðar verið orðaðar við smygl á gulli og demöntum fyrir tugi milljóna að sögn The Times. Núverandi forseti, Emmerson Mnangagwa, var sakaður um að hafa tekið við peningum frá ólöglegum gullnámurekstri árið 2003 þegar hann var forseti þingsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga