fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bóksalinn frá Brønshøj dæmdur til dauða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 05:25

Said Mansour betur þekktur sem bóksalinn frá Brønshøj.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Said Mansour, einnig þekktur sem „Bóksalinn frá Brønshøj“ var sviptur dönskum ríkisborgararétti eftir hryðjuverkamál árið 2015. Hann var þá sakfelldur fyrir að hvetja til hryðjuverka og heilags stríðs.  Landsréttur svipti hann ríkisborgararétti og dæmdi hann í fjögurra ára fangelsi og að honum skyldi vísað úr landi fyrir fullt og allt. Hæstiréttur staðfesti þennan dóm síðar.

Í janúar á síðasta ári var hann framseldur til Marokkó en yfirvöld þar höfðu lengi haft hug á að fá hann framseldan vegna gruns um aðild hans að hryðjuverkum þar í landi. Í tengslum við framsalið lýsti Mansour yfir áhyggjum um líf sitt. Inger Støjberg, þáverandi ráðherra útlendingamála, sagði þá að dönsk stjórnvöld hefðu fengið tryggingu frá stjórnvöldum í Marokkó um að öryggi Mansour yrði tryggt.

En nú hefur Mansour verið dæmdur til dauða í Marokkó. Þetta staðfesti útlendingamálaráðuneytið í tölvupósti til danskra fjölmiðla um helgina en áður höfðu borist fréttir af fréttum fjölmiðla í Marokkó um dóminn. Í þeim kemur fram að hann hafi verið sakfelldur fyrir hryðjuverk í Casablanca 2003 sem kostaði 45 manns lífið.

Inger Støjberg. Mynd:EPA/OLIVIER HOSLET

Í tilkynningu útlendingamálaráðuneytisins kemur fram að dómnum hafi verið áfrýjað og að dönsk yfirvöld eigi ekki von á að dómnum verði fullnægt en frá 1993 hefur dauðadómum ekki verið framfylgt þar í landi.

Mansour er sextugur. Hann kom til Danmerkur frá Marokkó 1984 og fékk danskan ríkisborgararétt 1988.

Málið er vandræðalegt fyrir dönsk stjórnvöld sem höfðu fengið loforð frá stjórnvöldum í Marokkó um að Mansour yrði ekki dæmdur til dauða. Dómurinn þýðir að Danir brutu gegn ákvæðum mannréttindasáttmála sem leggja blátt bann við framsali til ríkja þar sem viðkomandi á dauðadóm yfir höfði sér, skiptir þá engu að Mansour hafði verið sviptur dönskum ríkisborgararétti áður.  Inger Støjberg vildi ekki mæta í viðtal hjá fjölmiðlum í gær en sagði í skilaboðum sem hún sendi Danska ríkisútvarpinu: „Ég hef ekki saknað hans“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga