fbpx
Föstudagur 31.janúar 2025
Pressan

Martraðir og ofskynjanir – Veruleiki COVID-19 smitaðra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 05:26

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúklingar, sem eru alvarlega veikir af COVID-19 og þurfa að vera í öndunarvél, eiga á hættu að fá alvarlegar martraðir og ofskynjanir. Þeir fá fleiri matraðir og ofskynjanir en aðrir sjúklingar.

Þetta sagði Karin Samuelsson, dósent við læknadeild háskólans í Lundi, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

„COVID-sjúklingar fá fleiri martraðir og ofskynjanir en aðrir sjúklingar. Ástæðan er sá langi tími sem þeir eru á gjörgæsludeildum og að þeir fá sterkari lyf og að við neyðumst stundum til að stöðva öndun þeirra til að öndunarvélarnar virki,“

sagði hún og bætti við að tveir þriðju hlutar COVID-19-sjúklinga glími við martraðir en það sama eigi við um þriðjung sjúklinga sem eru lagðir inn á gjörgæsludeildir af öðrum ástæðum en með COVID-19 smit.

Alvarlega veikum COVID-19-sjúklingum er haldið sofandi án náttúrulegra draumfara en sjúkdómurinn hefur áhrif á líkamann og heilann. Það getur, í samblöndun við annasamt sjúkrahúsumhverfið þar sem slöngur eru tengdar við líkamann, aukið ótta sjúklinganna við að deyja. Einnig getur fjarvera náinna ættingja orðið til þess að sjúklingarnir fá martraðir að sögn Samuelsson.

Martraðirnar verða svo ofsafengnar hjá sumum sjúklingum að þeir byrja að fá ofskynjanir og eiga erfitt með að greina á milli drauma og raunveruleikans.

„Draumarnir eru mjög öflugir og eru oft endurteknir. Þetta getur valdið ofsóknarkenndum ranghugmyndum um að starfsfólkið vinni gegn þeim. Það getur valdið miklum vandræðum,“

sagði Samuelsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig

Nokkur merki um að einhverjum líki ekki við þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þeir áfangastaðir sem fólk vill helst heimsækja

Þetta eru þeir áfangastaðir sem fólk vill helst heimsækja
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hjálpar 95% fólks við að komast í góða þyngd“

„Þetta hjálpar 95% fólks við að komast í góða þyngd“