fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Hrekkjavökugrínið endaði með heimsókn frá lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 05:23

Það er kannski ekki furða að fólk hringi í lögregluna. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt hófst þetta fyrir sex árum. Þá byrjaði Steven Novak, sem býr í Dallas í Bandaríkjunum, að skreyta húsið sitt sérstaklega mikið í tilefni af hrekkjavökunni sem er stór hátíð þar í landi.

Flestir láta sér eflaust nægja að skreyta með köngulóarvefjum og útskornum graskerum en Steven gerir gott betur en það. Mirror skýrir frá þessu. Hann er svo hugmyndaríkur við skreytingar sínar að lögreglan hefur margoft verið send heim til hans eftir tilkynningar frá áhyggjufullum borgurum.

Þetta er ansi vel gert hjá honum. Mynd:Facebook

Hjá honum byrjaði þetta með draugum og reykvélum en í dag hafa óhugnanlega raunverulegar dúkkur, blóði þaktar, tekið við í garðinum hans.

Lögreglan í einni af heimsóknum sínum til Steven. Mynd:Facebook

Steven býr þetta allt til sjálfur og þetta kostar auðvitað sitt, sérstaklega þegar það rignir því þá skolast allt „blóðið“ í burtu.

Mörgum finnst þetta gott framtak og en sumum finnst hann fara yfir strikið. Lögreglan hefur margoft verið kölluð að heimili hans en eftir því sem hann segir sjálfur þá hefur lögreglumönnunum fundist þetta „kúl“ hjá honum.

Óhugnaður í garðinum. Mynd:Facebook

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur

Allt brjálað út af risastórum lottóvinningi – Keyptu allar raðirnar og græddu fúlgur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?