Það var kviðdómur í bænum Tyler í Texas sem kvað upp úr um þetta á föstudaginn. Niðurstaðan er það nýjasta sem gerst hefur í þessu máli en það hefur staðið yfir í tíu ár. Bloomberg skýrir frá þessu.
Kviðdómurinn komst að sögn að niðurstöð á um 90 mínútum en hann átti eingöngu að úrskurða um hversu mikið Apple á að greiða VirnetX fyrir að hafa notað VPN, VPN on Demand, fyrirtækisins.
Deilur fyrirtækjanna hafa staðið yfir í rúmlega tíu ár. VirnetX segir að VPN-tæknin eigi rætur að rekja til tækni sem það þróaði fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA og segir að bæði VPN on Demand og FaceTime hjá Apple noti þessa tækni.
VirnetX fór fram á að kviðdómurinn myndi úrskurða fyrirtækinu rúmlega 700 milljónir dollara í bætur frá Apple en Apple taldi sig aðeins skulda 113 milljónir. Apple tilkynnti strax á föstudaginn að fyrirtækið íhugi að áfrýja niðurstöðunni.