fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Í 15 ár hefur hún fengið tómar drykkjarvörufernur sendar með pósti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 07:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst að það verði að virða viljann og úthaldið hjá honum,“ þetta segir Henriette Westhrin sem býr í Kragerø í Noregi. Tilefnið er að síðustu 15 ár hefur hún reglulega fengið tómar mjólkurfernur og aðrar fernur sendar með pósti. Hún hefur ekki hugmynd um hver stendur á bak við þetta en telur líklegt að það sé einhver sem er henni reiður.

Telemarksavisa og Norska ríkisútvarpið skýrðu frá þessu. Fram kemur að fyrir 15 árum hafi Westhrin starfað sem „statssekretær“, , sem er pólitísk staða í ráðuneytunum og jafngildir næstum embætti vararáðherra, og hafi því komið fram í fjölmiðlum. Eitt þeirra mála sem hún svaraði fyrir í fjölmiðlum var innleiðing skilagjalds á mjólkur- og safafernur en markmiðið með því var að fá fólk til að flokka sorp og auka endurvinnslu.

Hugmyndin á bak við þetta var að skilagjaldið yrði lægra ef fólk yrði duglegt við að flokka rétt.

„Það var þá sem einhver varð svo reiður. Hann sagði að frá og með deginum í dag myndi hann senda mér allar tómu fernurnar sína,“

sagði Westhrin um upphafið að fernusendingunum.

Stundum hafa skilaboð komið með sendingunum og hafa þau stundum verið undirrituð „Herra endurvinnslumaðurinn“.

Westhrin segist ekki vita til að fleiri en hún fái sendingar sem þessar.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Peder Kjøs, sálfræðingi, að hegðun, eins og sendandinn sýnir af sér, sé oft drifin áfram af vonleysi og draumi um að hafa áhrif. Hann telur að „mjólkurfernumaðurinn“ telji að skoðanir hans skipti ekki miklu máli. „Þetta gæti verið leiðin til að sýna að maður er til,“ sagði Kjøs sem finnst einnig undarlegt að einhverjum takist að standa svo lengi við loforð sitt, jafnvel þótt það sé viðkomandi mikið hjartans mál.

„Þetta virðist vera óheilbrigt,“

sagði hann og sagðist hissa á að maðurinn sé enn að velta sér upp úr málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni