fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Vilhjálmur Bretaprins leyndi því að hann var COVID-19 smitaður

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 05:15

Prinsinn á tali við íþróttamenn. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bretaprins, sem er númer tvö í röðinni að ríkiserfðum í Bretlandi, veiktist af COVID-19 í apríl, á sama tíma og Karl prins, faðir hans, var smitaður. Vilhjálmur er sagður hafa haldið þessu leyndu til að valda fólki ekki óþarfa áhyggjum.

Sky News skýrði frá þessu í nótt.

Prinsinn hefur ekki skýrt frá þessu opinberlega en Sky segir að hann hafi sagt þetta við einn viðmælanda sinn á viðburði sem hann sótti. Hann hafi sagt honum að mikilvægir hlutir hafi verið í gangi og hann hafi ekki viljað valda fólki áhyggjum.

Talsmenn konungshirðarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar Sky leitaði eftir því í gær en neituðu heldur ekki að prinsinn hefði verið veikur með COVID-19. The Sun hefur eftir heimildarmanni að Vilhjálmur hafi veikst töluvert af völdum veirunnar.

Hann naut að sögn aðhlynningar lækna og fylgdi fyrirmælum ríkisstjórnarinnar til landsmanna um að fara í einangrun ef um kórónuveirusmit er að ræða. Hann er sagður hafa tekið þátt í 14 viðburðum í gegnum síma og fjarfundabúnað á meðan hann var veikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2