fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Vilhjálmur Bretaprins leyndi því að hann var COVID-19 smitaður

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 05:15

Prinsinn á tali við íþróttamenn. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bretaprins, sem er númer tvö í röðinni að ríkiserfðum í Bretlandi, veiktist af COVID-19 í apríl, á sama tíma og Karl prins, faðir hans, var smitaður. Vilhjálmur er sagður hafa haldið þessu leyndu til að valda fólki ekki óþarfa áhyggjum.

Sky News skýrði frá þessu í nótt.

Prinsinn hefur ekki skýrt frá þessu opinberlega en Sky segir að hann hafi sagt þetta við einn viðmælanda sinn á viðburði sem hann sótti. Hann hafi sagt honum að mikilvægir hlutir hafi verið í gangi og hann hafi ekki viljað valda fólki áhyggjum.

Talsmenn konungshirðarinnar vildu ekki tjá sig um málið þegar Sky leitaði eftir því í gær en neituðu heldur ekki að prinsinn hefði verið veikur með COVID-19. The Sun hefur eftir heimildarmanni að Vilhjálmur hafi veikst töluvert af völdum veirunnar.

Hann naut að sögn aðhlynningar lækna og fylgdi fyrirmælum ríkisstjórnarinnar til landsmanna um að fara í einangrun ef um kórónuveirusmit er að ræða. Hann er sagður hafa tekið þátt í 14 viðburðum í gegnum síma og fjarfundabúnað á meðan hann var veikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?