fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Tæplega 300 hælisleitendur hafa látist við að reyna að komast yfir Ermarsund frá 1999

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 14:15

Ermarsund. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1999 hafa tæplega 300 hælisleitendur látist við að reyna að komast yfir Ermarsund frá meginlandi Evrópu til Bretlandseyja. Þar af eru 36 börn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem er jafnframt sú fyrsta sem er gerð um þetta.

The Guardian skýrir frá. Fram kemur að það sé The Institute of Race Relations sem standi að baki rannsókninni. Í henni er farið ítarlega yfir mál 292 sem létust við að reyna að komast til Bretlands yfir eða undir Ermarsund. Fólkið reyndi að komast í bátum eða öðrum farartækjum yfir sundið eða undir þau um Ermarsundsgöngin.

Meðal þeirra eru írönsk/kúrdísk hjón og tvö börn þeirra sem drukknuðu á þriðjudaginn þegar þau reyndu að komast yfir sundið á bát.

Engar opinberar tölur eru til yfir fjölda látinna á þessari leið en með því að gera rannsóknina og birta er vonast til að hægt sé að vekja athygli á nöfnum hinna látnu og sögu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga