fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Óvænt uppgötvun Voyager 2 utan sólkerfisins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 22:00

Voyager 2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Voyager 2 var skotið á loft 1977 stóð eiginlega bara til að geimfarið myndi fljúga fram hjá fjórum ystu plánetunum í sólkerfinu okkar. Að því loknu væri verkefni geimfarsins lokið því Bandaríkjaþing vildi ekki veita meira fé til verkefnisins. En það hélt ekki aftur af vísindamönnum hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA.

Með mikilli leynd skipulögðu þeir ferð Voyager 2 þannig að geimfarið gæti haldið áfram og haldið út fyrir sólkerfið þegar það hefði farið fram hjá ystu plánetunni. Það er enn á ferð og færist fjær jörðinni með hverri sekúndunni.

Þar hefur geimfarið gert merka uppgötvun. Vísindamenn höfðu reiknað með að eftir því sem Voyager kæmi lengra út fyrir sólkerfið myndi þéttleiki agna minnka en það er ekki þannig. Það er meira gas þar sem geimfarið er núna en í sjálfu sólkerfinu og hafa vísindamenn enga skýringu á þessu.

Tvær skýringar eru helst taldar koma til greina. Önnur er að það sé kannski meira af efni í hinum tóma geimi utan sólkerfisins en í því af því að sólkerfið er á hreyfingu eins og öll önnur sólkerfi í Vetrarbrautinni. Sólkerfin snúast um miðju Vetrarbrautarinnar en þar er svarthol sem togar í allt sem er nærri því. Kenningin er að sólkerfin skilji eftir sig efni þegar þau geystast um himingeiminn, svona svipað og flugvélar skilja rákir eftir sig á himninum.

Hin skýringin er að segulsvið sólarinnar og Interstellar space (svæðið á milli sólkerfa) rekist saman þar sem sólkerfið endar. Við það ýtist rafeindir út af braut sinni og myndi þannig svæði þar sem er minna efni. Þetta þýðir að það er eiginlega ekki meira af efni utan sólkerfisins en að það sé aðeins minna af efni á svæðinu á milli sólkerfisins og Insterstellar space vegna segulsviðanna. Ef þessi kenning er rétt þá fáum við það staðfest þegar Voyager 2 kemur lengra út í tómið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?