fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Bandaríkin og Indland styrkja bandalag sitt gegn Kína

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 07:30

Indverskir hermenn nærri kínversku landamærunum. Mynd: EPA-EFE/STRINGER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk og indversk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja samstarf sitt og standa saman gegn því sem Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir vera „ágengni“ Kínverja. Þetta sagði hann á fréttamannafundi í Nýju-Delí á þriðjudaginn þar sem löndin kynntu aukið varnarsamstarf sitt.

Pompeo og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sögðu að hernaðarsamstarfið við Indland „yrði áfram hornsteinninn“ í samstarfi ríkjanna. Pompeo sagði að ríkin verði að vinna saman til „standa gegn þeirri ógn sem frelsi og lýðræði stafi af Kína“. Hann sagði kínverska kommúnistaflokkinn vera á móti lýðræði, réttarríkinu, gegnsæi og frjálsum viðskiptum.

„Það er mikið að gerast en lýðræðisríkin okkar tvö bindast böndum um að vernda íbúa sína og hinn frjálsa heim,“

sagði Pompeo eftir fundi með utanríkis- og varnarmálaráðherrum Indlands.

Mikil spenna hefur verið á landamærum Kína og Indlands á árinu. í júní voru 20 indverskir hermenn drepnir í átökum við kínverska hermenn en Kínverjar segja þá indversku hafa farið yfir landamærin og inn í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ekki gerst í heil 18 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“