Hjá TUI og Spies ferðaskrifstofunum, sem eru tvær stærstu ferðaskrifstofur landsins, er nú uppselt í allar ferðir í næstu viku. Ekstra Bladet hefur eftir talsmanni TUI að vel hefði verið hægt að selja í fleiri ferðir ef mögulegt hefði verið að bæta við ferðum, svo mikil hafi eftirspurnin verið.
Spies er með ferðir til Grikklands og Kýpur í næstu viku eins og TUI. TUI bætti raunar þremur ferðum við í byrjun september þegar ljóst var að mikil eftirspurn yrði eftir ferðunum. Spies bætti einnig við ferðum og var ekki vandamál að selja þær.
Hjá Apollo var svipaða sögu að segja í gær, 100 sæti voru enn laus til Grikklands en reiknað var með að þau myndu seljast upp yfir daginn.