Samkvæmt frétt Sky News þá eru stjórnendur félagsins heldur ekki bjartsýnir fyrir næsta ári og reikna með litlum umsvifum. Þeir hvetja ríkisstjórn Boris Johnson til að koma flugiðnaðinum til aðstoðar.
Félagið fékk 600 milljónir punda að láni í apríl í gegnum sérstaka heimsfaraldurs lánalínu hjá Englandsbanka. Það hefur einnig orðið sér úti um 400 milljónir punda hjá hluthöfum og nokkur hundruð milljónir til viðbótar með að selja og leigja flugvélar.
Félagið segist aðeins þurfa um fjórðung af flugflota sínum á fyrsta ársfjórðungi 2021 vegna þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi í Evrópu. Farþegar félagsins á þessu ári verða helmingi færri en á síðasta ári eða 48 milljónir.