fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Mesti fjöldi smita í Þýskalandi mánuðum saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 07:55

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gærdagurinn var slæmur hvað varðar fjölda nýsmita af völdum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, í Þýskalandi og var fjöldi nýrra smita sá mesti mánuðum saman. Alls greindust 4.058 smit en voru 2.828 á miðvikudaginn. Ef þessi þróun heldur áfram gæti daglegur fjöldi nýrra smita farið yfir 10.000.

BBC segir að aukningin á milli daga sé sú mesta síðan í apríl. Þjóðverjum hefur tekist vel upp í baráttunni við veiruna fram að þessu og hafa náð að halda smitum niðri með hörðum aðgerðum en eitthvað virðist vera farið að syrta í álinn.

„Núverandi staða veldur mér miklum áhyggjum. Við vitum ekki hvernig staðan í Þýskalandi þróast næstu vikur. Það er hugsanlegt að við munum sjá meira en 10.000 ný smit daglega. Það er hugsanlegt að veiran verði stjórnlaus,“

sagði Lothar Wieler, formaður Robert Koch stofnunarinnar, sem er þýska smitsjúkdómastofnunin, í gær.

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra, sagði að ríkisstjórnin hafi miklar áhyggjur af þróun mála. Hann sagði að hluti af skýringunni á aukningu smita megi rekja til stórs hóps ungs fólks sem „telji sig ósigrandi“.

Rúmlega 310.000 mann hafa greinst með smit í Þýskalandi til þessa en þar búa um 83 milljónir. 9.578 hafa látist af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú